BJÓLFSSALIR – ÚTSÝNISSTAÐUR

2021

Samkeppistillaga um útsýnisstað á Bjólfi við Seyðisfjörð


Höfundar: Tendra Arkitektur + Ingibjörg Jara Sigurðardóttir + Storð landslagsarkitektar


Heiti tillögunnar Bjólfssalir vísa til fjallsins sjálfs og fjallasala þess, landnámsmannsins Bjólfs og sagna um að hann hafi átt bústað sinn undir fjallinu en sé heygður í því (sbr. örnefnið Haugur) og njóti því þar útsýnisins til eilífðar. Þannig fá gestir notið útsýnisins með honum þá stuttu stund sem þeir eru á fjallinu. 

Bergið sjálft, steindir þess og kristallamyndanir eru fyrirmynd forma í hleðslum og uppbyggingu útsýnispalls og sætaraða. Á stöku stað stirnir á kristallana í hleðslunum.

Ljósskífa stendur á hæðinni við hlið útsýnispallsins. Geometrískt formað glerið mun glitra eins og kristall í bergi að sumri, en senda síðustu geisla sólar niður í kaupstað að vetri. Við hlið hans verður hægt að sækja sér upplýsingar um menningartengda starfsemi Seyðisfjarðarkaupstaðar, t.a.m. List í ljósi. Þannig verður til samtal á milli byggðar og náttúru.

Skilti sem vísa á áfangastaði, kennileiti og gönguleiðir munu taka á móti gestum þar sem núverandi snúningshringur er staðsettur og þar verður einnig hægt að finna stutta texta um áhugaverðar upplýsingar sem tengjast svæðinu; t.a.m. um upphaf Seyðisfjarðar-kaupstaðar, landnámsmanninn Bjólf og örnefnið Haugur, gönguleiðina yfir að Vestdalsvatniog að skúta Fjallkonunnar, kenningar um hver Fjallkonan var og fornleifar sem þar hafa fundist, gönguleiðina frá Vestdalseyri yfir á hérað og hvaða hlutverk sú leið hafði áður, byggðina á Vestdalseyri osfrv. Á svæðinu öllu, verða hlaðnir veggbútar sem vísa veginn líkt og vörður, veita skjól þegar skjóls er þörf og kallast útlitslega á við mannvirkjarústir á Vestdalseyrinni.


https://www.tendra.is/

https://tstord.is/